Mattheusarpassía J. S. Bach í Seljakirkju

Fór í gærkveldi á dásamlega tónleika í Seljakirkju.  Fór nú aðallega til að hlusta á Einar minn sem söng hlutverk guðspjallamannsins og vissi nú ekki mikið um þetta verk.  En þetta var dásamlegt, mig skortir eiginlega orð til að lýsa þessari upplifun og ég er nú sjaldan orðlaus.

Fyrir hlé voru nokkur lög sem voru valin saman í þessu tilefni, föstudagurinn langi og allt það og við vorum vinsamlegast beðin um að sleppa því að klappa og það var frekar erfitt að sleppa því, en það setti líka ákveðna stemmingu, hátíðleika og vissa sorg.  Það var náttúrulega verið að fjalla um mjög sorglegan atburð. Eftir hlé var síðan styttri útgáfa af Mattheusarpassíu J.S. Bach á íslensku og það var svo fallegt og miklar tilfinningar, var nærri farin að gráta með Pétri þegar hann var búin að afneita Jesú þrisvar sinnum áður en haninn gól.  Eins og ég segi svo oft,  dásamlegt.

Þarna var kór og nokkrir hljóðfæraleikarar, tvær sem spiluðu á þverflautu og einn á selló og síðan ein sem spilaði á selló og Gömbu (Kristin Lárusdóttir, systir Gurru).  Kórinn samanstóð af frábærum söngvurum sem flest sungu einhvern einsöng, bæði fyrir hlé og síðan í verkinu sjálfu. Sjá nánar   http://www.kirkjan.is/seljakirkja/?forsida

Það er skemmtilega öðruvísi hljómur í gömbunni miðað við selló þótt þetta séu lík hljóðfæri fyrir fólk eins og mig.  Gæti helst líst því sem munurinn á sembal og píanó.  Og svo er ég alltaf svo heilluð af þverflautunni, það eru svo fallegir tónar frá henni og þessar stúlkur spiluðu svo vel á hana.  

Takk Gurra mín að segja mér frá þessum tónleikum og takk Einar fyrir dásamlegan söng InLove

 


Orðin fertug og ekkert breyst !

Jæja þá er maður orðin fertugur og ekkert breyst, ennþá stelpa. Cool  Hvenær verður maður kona eða kelling?  Þegar ég var innan við tvítugt þá fannst mér fertugar kellingar mjög gamlar Errm

Spurning hvort að ég og mínar vinkonur séum bara svona unglegar og hressar og kátar og fallegar að við náum því aldrei að vera konur, hvað þá kellingar.  Sumar eruð mæður, sumar eiginkonur og sumar meira segja orðnar ömmur, en alltaf eru við "stelpurnar" að hittast. Ég held að þetta sé fínt, mikið hlýtur að vera leiðinlegt að líta á sjálfan sig sem kellingu !!!

Við hjónin héldum upp á þessi tímamót í gær og buðum heim vinum og vandamönnum.  Opið hús frá fjögur um daginn og síðustu gestirnir fóru klukkan sex í morgun.  Veislan tókst mjög vel, afslappað og fínt, þetta var ekki formleg veisla,heldur kölluðum við þetta opið hús Wizard.

Að vanda var boðið upp á ýmislegt hollt og gott að borða og drekka og ég gæti haldið aðra veislu í dag.  Ég ætlaði sko að hafa nóg og þið sem þekkið mig getið ímyndað ykkur allan matinn sem ég á í ísskápnum og skápunum í dag þótt allt sem var sett fram á borðið og ekki borðaðist væri hent.  Fyrir utan það sem þolir að standa heilan dag á borði. Eins og t.d. fína kransakakan og browniesið hennar HelguTounge

Svo að ég verð heima í dag og tek glöð á móti gestum sem vilja aðstoða mig við að nýta allt þetta góðgæti, t.d. er heil púðursykursterta eftir og fullt af ostasalati og brauði Cool

Myndir úr veislunni koma síðar og upplýsingar um innihald pakkanna LoL

En ég þakka kærlega fyrir mig og mína og Svava mín, takk kærlega fyrir aðstoðina í gær og Helga mín og Stella mín, takk kærlega fyrir baksturinn, dásamlegar kökur að vanda.  

Bestu kveðjur

Ein af stelpunum Wink


Skarlatssótt var það.

Skarlatssótt var það sem gat breytt ljóninu mínu í litla mús.  Skarlatssótt er í reynd sjúkdómsmynd streppókokkasýkingar með útbrotum og rauðri tungu.

Svona sýking er frekar mikið smitandi þegar svona útbrot fylgja þannig að við verðum heima næstu daga.  En hún á að vera búin að ná sér vel fyrir fimmtudaginn svo afmælið ætti að geta farið fram eins og við vorum búin að skipuleggja.


Litla ljónið mitt sem breyst hefur í mús.

Mikið verð ég alltaf hissa þegar litla ljónið mitt verður lasið, hún verður þá svo lítil í sér og ólík sjálfri sér. Eins og lítil mús.

Sem betur fer gerist það ekki oft.  Núna er hún svo lasin, búin að vera með 40 stiga hita síðan í gærkveldi.  Hitinn lækkar aðeins þegar hún er búin að fá hitalækkandi en svo ríkur hann upp aftur.   Ég er að vona að þetta fari að lagast, hitinn er allavega ekki komin alveg í 40 stig núna þrátt fyrir að hún fékk síðast hitalækkandi fyrir um 5 tímum.

Þannig að ég er búin að vera upptekin við allt annað en að undirbúa afmælisveisluna mína, en svona er þetta, veikindi eru aldrei hluti að skipulaginu.  Ég hef heldur ekki fengið mikinn svefn því náttúrulega var mikið vakað síðustu nótt og þegar hún svaf í dag fór ég ekki líka upp í rúm heldur inn í eldhús að laga til og setja í þvottavél og svona, voða gáfuð og er ekki enn farin að sofa.  Er nú samt á leiðinni.


Komin heim (fyrir löngu)

Jæja þá er Boston ferðin búin, kom heim á laugardagsmorgun en var þá frekar þreytt þrátt fyrir afslöppun úti.  Það var bara síðasti sólarhringurinn sem var erfiður, vöknuðum snemma á föstudeginum og fórum á stjá en flugið var ekki fyrr en 21:30 um kvöldið og svo var tímamismunurinn.  Svo ég hef fyrst tíma og orku núna til að klára ferðasöguna.

Á fimmtudagsmorguninum fórum við til Cambridge.  Mikið er fallegt þar og skemmtilegt andrúmsloft.  Við byrjuðum á að fara á kaffihús þar og fá okkur morgunhressingu.  Það var mjög skemmtilegt kaffihús, fullt af stúdentum og háskólaprófessorum, allavega ákváðum við mamma að þessir skeggjuðu karlar væru prófessorar frá Harvard.  Sjálfur skólinn er mjög glæsilegur, fallegar byggingar og græn svæði á milli.  En furðulegur skortur á bekkjum þar.  Við mamma settumst bara á tröppur og virtum allt fyrir okkur.  Snertum tánna á John Harvard, eða styttuna af honum réttara sagt.  Það á að vera fyrir góðri lukku.  Svo fórum við inn í kirkju, sem var eins og annað mjög falleg, þar var stór veggur til minningar um þá sem létust í seinni heimstyrjöldinni.  Svo var aðeins kíkt í búðir þarna.  Nokkrar skemmtilegar litlar búðir.  Við fórum inn í minjagripaverslun og þar var fullt af Harvard dóti, Obama dóti og síðan Boston dóti.  Ég þurfti náttúrulega að kaupa einn Harvard bol fyrir Elmar og svo Obama  staup, (hef oftast keypt eitt staup til minjar í hverri borg sem ég kem til).  

 Um hádegisbil snérum við aftur á hótelið og hvíldum okkur smá, síðan var haldið af stað í bæinn.  Gengum um göngugötur þar og fórum síðan á markaðssvæði þar.  Þetta er svolítið hefðbundin miðbær í svona borg.  Veitingastaðir, markaðir, dýrar (snobb) búðir og drasl og minjagripaverslanir.

Við drifum okkur svo bara heim og fórum á cheesecakefaktory aftur og tókum með okkur sitthvora sneiðina sem brögðustu mjög vel uppi í rúmiTounge

Á föstudeginum tókum við því rólega fram eftir morgni og pökkuðum niður og skiluðum af okkur herberginu.  Síðan var stefnan tekin á eitt Moll svona í lokinn.  Það var allt í lagi en svo á leiðinni til baka á hótelið fórum við í Prudental turnin að skoða útsýnið á 50 hæð.  Það var alveg ágætt.  Svo fengum við okkur að borða og fórum út á flugvöll.Cool

 


Lífið er yndislegt :)

Lífið er yndislegt hérna úti í Boston, fallegt og bjart veður en frekar kalt. Í gær fórum við af stað aðeins útfyrir Boston til Sagus þar sem verslunin JoAnn er. Þær sem þekkja þá verslun skilja afhverju ég nennti að fara í leigubíl 13km leið til að fara í hana.   Þar fundum við líka Micaels búð en ég stoppaði stutt þar. Fann ekki það sem ég var að leita að.   Einnig var þarna Moll sem var skemmtilegt að ganga í gegnum. Fór í Build a Bear og fann þennan dásamlega kanínubangsa og gat sett hann í prinsessukjól.  Dóttir mín bað nefnilega sérstaklega um kanínubangsa í prinsessukjól.  Grin

En þá vorum við búnar að fá nóg af búðum.  Fórum heim á hótel með allt dótið, hvíldum okkur smá og fórum síðan í lestarferð :) Tókum Subway að lestarstöðinni og síðan lest til Salem.  Þar voru mörg falleg hús og söfn sem voru LOKUÐ nóg pláss á götunum og veitingahúsunum því það var nær enginn þarna.  Við vorum sem sagt þarna "out of season"  Það stóð ekkert um það í bæklinginum sem við vorum með.  Ég hélt að söfnin væru nú opin allaveganna til fimm.  Komum þarna um fjögur en þeir staðir sem mig langaði á voru bara lokaðir (close for the season)  Svo við tókum lestina til baka og leigubíl frá lestarstöðinni beint á "Rock Bootom" og fengum okkur dásamleg rif.  Einn skammt eins og venjulega en síðan var smá misskilningur með eftirmatinn, við fengum líka einn skammt af honum en það dugði alveg og að vera svona gáfaður gerir það að verkum að það er miklu ódýrara að fara út að borða Cool

 Nú er ætlunin að fara út að finna kaffihús til að fá okkur morgunmat og svo er það Cambrigde.  Aðeins að kíkja á frægan háskóla og svona og síðan ganga um einhver svæði hérna miðsvæðis og skoða.  Erum búnar að versla nóg.  Þótt það sé uppáhaldsiðjan okkar mömmu þá er takmörk fyrir öllu.  Erum víst ekki eins kaupóðar og ég óttaðist.  Keypti mér 2 töskur til að fara með heim en sé framá að vera með aðra ofan í hinni Errm.

Bestu kveðjur þangað til næst. 


Alveg himneskt.

The Cheessecake Factory varð fyrir valinu hjá okkur til að borða í kvöld. Og aftur vorum við gáfaðar að panta eina samloku fyrir okkur báðar. Ég er ekki að skilja þessar skammtastærðir hérna.

EEEnnnnnnnnn svo fengum við okkur náttúrulega ostaköku í eftirmat og ég valdi mér ostaköku með hvítu súkkulaði, makadenium nuts og karamellu. Og þvílík sæla, við fyrsti bitinn var himneskurHalo, alveg dásamleg ostakaka.Við eigum sko eftir að fara þangað aftur áður en við förum heim.Núna ætla ég að skríða undir sæng og njóta þess að melta hana. (er að springa).InLove


shop til we drop :)

Dagurinn var erfiður en dásamlegur. Við fórum í Wrentham premium outlet að versla. Rúta stoppaði við hótelið okkar og fleiri og keyrði okkur þangað og svo vorum við sótt klukkan fimm. Þannig að við vorum frá 11 til 17 að versla og versla og mikið er það gaman.Mest var nú gaman að kaupa á Eyrúnu mína og svo gat ég líka keypt á Eyju litlu líka. Einnig við versluðum líka fyrir okkur sjálfar. smá föt og veski og ferðatöskur til að koma dótinu heim :)Það er nú alltaf erfitt að versla fyrir Elmar en ég fékk nú smá fyrir hann og mun bæta úr því á næstu dögum.Þegar við vorum búnar að þvælast í nokkurn tíma þarna fengum við okkur að borða á Ruby thusday og byrjuðum á einum Pina colada og mikið var það gott. Svo vorum við gáfaðar og pöntuðum okkur einn rétt til að borða saman og gátum samt ekki klárað hann. En þá vorum við tilbúnar í að halda áfram.Ennn núna getum við slakað á og farið að skoða meira í kríngum okkur. Ætlum að fara í lestarferð á morgun og fara aðeins út fyrir miðborgina og fara í JoAnn að skoða saumadót og kaupa garn í saumaskapinn minn og garn fyrir mömmu að prjóna úr. Svo er stefnan á að fara til Cambrigde að skoða. En bara allt í rólegheitum, erum búnað að fá útrás fyrir kaupagleðinni.Núna þurfum við að fara út að finna okkur eitthvað að borða og kannski annan Pina Colada Cool

Boston dagur 1

Jæja þá erum við mamma loksins komnar til Boston. Við ákváðum í ágúst s.l. að fara tvær saman til Boston og njóta lífsins. Síðan af einhverjum ástæðum frestuðum við för okkar í okt. s.l. ;)

Hótelið er jafn dásamlegt og við vonuðumst til. Tvö stór rúm og sófi og stóll og nóg pláss. Borgin er mjög falleg, við fórum af stað í morgun og gengum niður í bæ í gegnum fallegan garð. Síðan fórum við alveg óvart inn í H&M og keyptum bara smá hana Eyrúnu litlu. Það er nefnilega eitt það skemmtilegasta sem við gerum, að kaupa föt á litlu dömuna okkar.

Nú ætlum við að fara af stað aftur, skoða fleiri búðir og finna veitingastað til að fá okkur kvöldmat.

Mátti til að setja smá hingað inn og láta vita að ég er í netsambandi inni á herbergi.

Bestu kveðjur
Magnea og Eyrún


Dásamleg helgi að baki.

Á föstudaginn var matarboð, deildin mín hittist heima hjá mér og allir lögðu eitthvað til veislunnar.  Ég lagði til húsnæðið og óáfenga drykki og slíkt.  Síðan voru tvær tegundir að súpum og nokkrar tegundir af brauði og síðan úrval að ísum í eftirrétt.

 Ég hafði mjög gaman af því að laga til heima hjá mér og leggja svo á borð í rólegheitum.  Ég setti saman borðstofuborðið og eldhúsborðið og lagði á borð fyrir 12 manns.  Ég hafði farið í Rúmfatalagerinn og keypt mér 4m af bleiku lollipopefni( bleikt tjull með silfurlituðu blingi) og lagði það yfir hvíta dúka því ég á ekki 4 metra langan dúk sko Tounge.  Svo voru bleik fiðrildi á hornunum og kerfi og servéttur og allt.  Þetta var svo gaman að dunda við þetta.  Mæli eindregið með svona matarboðum þar sem húsráðandinn sér EKKI um eldarmennskunar.  Svo var líka einfalt að vera bara með súpur og brauð.

Ég held að allir hafi skemmt sér vel og notið kvöldsins.  Allaveganna fékk ég hrós fyrir hversu notalegt var að vera hjá mér.  Ég held að það svo mjög gott hrós og fólk slappi af og njóti þess að vera heima hjá manni.  Ég var allaveganna ósköp ánægð með þetta allt.

Laugardagurinn fór í að sækja börnin til mömmu og ílengjast þar og hafa það gott.

Á sunnudeginum vaknaði ég full orku, allt var svo fínt heima hjá mér, (lagaði svo vel til á laugard eftir veisluna ;)  Orkan var svo mikil að ég réðist í pönnukökubakstur, fyrsta sinn eftir mörg mörg ár.  Þar sem mér tókst aldrei að gera nógu gott deig.

Ég tók fram uppskriftina hennar ömmu í sveitinni og bað hana síðan um að aðstoða mig.  Og ég held barasta að hún hafi komið þarna í eldhúsið til mín og reddað þessu.  Allaveganna eftir smá þróunarvinnu komu þessar fínu pönnukökur og til varð bara nokkuð stór stafli börnunum mínum og Haraldi til mikillar gleði.

Ekki var þetta nóg, heldur beið mín þorskur sem vildi ólmur breytast í fiskibollur.  Svo ég bjó til og steikti nokkrar fiskibollur, hafði þær litlar til að dýfa í súrsæta sósu og þær eru svo góðar þannig.  Og nú á ég slatta í frysti. Joyful

Ég vona að það verði nú framhald á þessari fyrirmyndarhúsmóðurtilfinningu og athafnasemi Cool

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband