Á bolludaginn.

Á bolludaginn voru auðvitað bakaðar bollur.  Eyrún fékk vinkonu sínar í heimsókn og bauð þeim upp á bollur. 

Þær voru dásamlegar þarna saman og fengu að setja súkkulaðið sjálfar á bollurnar Tounge

Súkkulaði fyrir allan peninginn!

Eyrún  Eyrún2

Svo þarf að þurrka hendurnar.

Berglind og Margrét


Spilamennska

Ég á mér annað áhugamál fyrir utan handavinnunna og það er spilamennska. 

Ég er í spilaklúbb, við erum 6 saman í spilaklúbbi og komum saman og spilum hins ýmsu spil.  Sjaldan er spilað á venjulega 52 spil nema þá kannski einstaka Rommý en mest spilum við hin ýmsu borðspil.  Oftast er eitthvað eitt sem tekur alla athyglina í nokkurn tíma.  Við erum búnar að spila Carcassonne út í eitt, það er svo skemmtilegt og einfalt en samt flókið.  Við eigum saman ein 4 grunnspil og nokkrar viðbætur og skemmtilegast er að spila það sem við köllum Gígasonne sem er minnsta kosti 3 grunnspil saman og 6 viðbætur.  Þá þarf maður frekar stórt borð og svo er bara að byggja risaborgir og akra Devil

Síðan við fengum Carcassonne æðið höfum við prufað nokkur spil en ekkert heillað okkur fyrr en við kynntumst Bohnanza.  Loksins fundum við spil sem náði athygli okkar jafn vel, þar ræktum við baunir í gríð og elg.  Og náttúrulega er það kallað Baunaspilið.  Það er ekki flókið og ekki merkilegt að sjá en það er svo gaman að spila það Grin

Hér er smá  Umsögn um það á vef Spilavina, ein af uppáhaldsbúðunum mínum.

 


Engla og púka bjórkvöld.

Síðasta föstudagskvöld stóð skemmtinefndin í vinnunni fyrir engla og púka bjórsíðdegi í vinnunni.  Við áttum að skoða okkar innri mann og finna út hvoru liðinu við tilheyrðum og skreyta okkur aðeins í takt við það.

Af einhverjum ástæðum kom engum á óvart í hvaða liði ég tilheyrði Halo en flestir aðrir voru í púkaliðinu.  Margir mættu vel skreytir og þetta varð hin skemmtilegasta samkoma.  Ég var sem sagt engill, einn kom sem frekar klofinn engill, með vængi (búna til út uppblásnum einnota latexhönskum) og í Iron Maiden bol.  Einn prestur mætti á staðinn og nokkrir flottir púkar.  Svo komu sumir eins og þeir eru og við áttum að giska. Devil

Magnea_engillMagnea_púki

Dömurnar í skemmtinefndinni útbjuggu svona skemmtileg spjöld og buðu upp á myndatöku og þetta eru einu birtingarhæfu myndirnar af mér.  Var eitthvað lítið fyrir framan myndavélina.

Svava púki

Það kom engum á óvart að Svava skyldi velja þetta lið Devil

Ólöf púki

En Ólöf kom mér á óvart!

Ólöf engill

Þetta er nú meira hún finnst mér Smile


Bangsarnir

Ég byrjaði á þessari mynd eftir bansimon myndinni en lagði henni þegar ég byrjaði á jólaleynisalinu en kláraði hana núna í janúar.  Og ég held bara að hún sé á leiðinni til Renötu með bangsimon, nauðsynlegt að hafa svona myndir í ramma.

bangsar

 

Munstrið fékk ég úr tímariti sem Bubba á.


Fyrsta myndin sem ég kláraði.

Ég byrjaði á þessum saumskap með því að sauma bangsimon mynd fyrir Eyrúnu mína, með fæðingardag og tíma og þyngd og lengd.  Það var líka óskaplega skemmtilegt verkefni og já ég veit að  "g" snýr öfugt og það er bara sætt Tounge

bangsimon


Jólaleynisalið frá 2007

Fyrir jólin 2007 tók ég þátt í jólaleyniSALi á spjallvefnum Allt í kross sem ég er í.  SAL stendur fyrir sew along (saumað saman)  Listamamman hún Linda sendi okkur munstrið, einn lit í einu og þ.a.l.vissi ég ekki hvaða mynd þetta væri, þegar ég byrjaði.  Þetta var óskaplega skemmtilegt að sauma hana en ég náði nú ekki klára fyrir þau jól en ég kláraði fyrir síðustu jól og lét innramma hana hjá Innrömmunum Renötu. 

Hún er svo falleg að ég tími ekki að taka hana niður Tounge

jólamynd

 

það er erfitt að taka mynd af henni í rammanum.

Þið verðið bara að koma í heimsókn og sjá hana Joyful


Fyrsta nálaveskið mitt

Þá er ég búin að ganga frá nálaveskinu og gerði það alveg sjálf Smile

Og mér finnst það bara alveg ágæt hjá mér Tounge

nálaveski

 

Framhliðin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nálaveski_bak

 

 

bakhlið 

 

 

 

 

 

 

 

 

nálaveski_innan

 

að innan.

 

 

 

 

 

 


Sauma sauma sauma


Það er svo gaman að sauma eitthvað nýtt.  Núna er ég að prófa sauma einlitar myndir með mislitu garni.

Var að klára sauma mynd til að nota sem nálaveski með mjög fallegu blágrænu mislitu garni og það kemur svo fallega út.  Núna þarf ég bara að finna út hvernig ég breyti þessu svo í eiginlegt nálaveski, sauma það saman sko.  Held ég verði bara bíða eftir að Bubba hafi tíma til að sýna mérWink

Þetta er munstur sem ég sá hjá Lindu ofursaumakonu, frítt munstur af einhverri franskri síðu þar sem ég skildi ekki neitt en fann nokkur svona munstur til viðbótar, svona munstur sem eru einlitar myndir og því mjög flottar til að sauma með mislitu garni.

Ég tek myndir á morgun, í dagsbirtunni.  Þarf líka taka myndir af því sem ég hef klárað nýlega.  Maður verður nú að monta sig smá Tounge


Skrappið mitt

Ég hef lítið skrappað undanfarið en þessar myndir átti ég í tölvunni í vinnunni.

 skrapp_elmar_og_eyrun

skrapp_billinn_minn


Börnin

Talandi um börnin mín, þau eru alveg svona dásamleg Smile

elmar_og_eyrun_2008


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband