Dásamleg helgi að baki.

Á föstudaginn var matarboð, deildin mín hittist heima hjá mér og allir lögðu eitthvað til veislunnar.  Ég lagði til húsnæðið og óáfenga drykki og slíkt.  Síðan voru tvær tegundir að súpum og nokkrar tegundir af brauði og síðan úrval að ísum í eftirrétt.

 Ég hafði mjög gaman af því að laga til heima hjá mér og leggja svo á borð í rólegheitum.  Ég setti saman borðstofuborðið og eldhúsborðið og lagði á borð fyrir 12 manns.  Ég hafði farið í Rúmfatalagerinn og keypt mér 4m af bleiku lollipopefni( bleikt tjull með silfurlituðu blingi) og lagði það yfir hvíta dúka því ég á ekki 4 metra langan dúk sko Tounge.  Svo voru bleik fiðrildi á hornunum og kerfi og servéttur og allt.  Þetta var svo gaman að dunda við þetta.  Mæli eindregið með svona matarboðum þar sem húsráðandinn sér EKKI um eldarmennskunar.  Svo var líka einfalt að vera bara með súpur og brauð.

Ég held að allir hafi skemmt sér vel og notið kvöldsins.  Allaveganna fékk ég hrós fyrir hversu notalegt var að vera hjá mér.  Ég held að það svo mjög gott hrós og fólk slappi af og njóti þess að vera heima hjá manni.  Ég var allaveganna ósköp ánægð með þetta allt.

Laugardagurinn fór í að sækja börnin til mömmu og ílengjast þar og hafa það gott.

Á sunnudeginum vaknaði ég full orku, allt var svo fínt heima hjá mér, (lagaði svo vel til á laugard eftir veisluna ;)  Orkan var svo mikil að ég réðist í pönnukökubakstur, fyrsta sinn eftir mörg mörg ár.  Þar sem mér tókst aldrei að gera nógu gott deig.

Ég tók fram uppskriftina hennar ömmu í sveitinni og bað hana síðan um að aðstoða mig.  Og ég held barasta að hún hafi komið þarna í eldhúsið til mín og reddað þessu.  Allaveganna eftir smá þróunarvinnu komu þessar fínu pönnukökur og til varð bara nokkuð stór stafli börnunum mínum og Haraldi til mikillar gleði.

Ekki var þetta nóg, heldur beið mín þorskur sem vildi ólmur breytast í fiskibollur.  Svo ég bjó til og steikti nokkrar fiskibollur, hafði þær litlar til að dýfa í súrsæta sósu og þær eru svo góðar þannig.  Og nú á ég slatta í frysti. Joyful

Ég vona að það verði nú framhald á þessari fyrirmyndarhúsmóðurtilfinningu og athafnasemi Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svaka dugnaður er þetta !!  Verða kannski bakaðar pönnsur aftur á miðvikudaginn ?????

Anna (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:01

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Nononoh! Það er aldeilis myndarskapur! Ekki að spyrja að því þegar þú tekur þig til kona

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 17.3.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband