Lífið er yndislegt :)

Lífið er yndislegt hérna úti í Boston, fallegt og bjart veður en frekar kalt. Í gær fórum við af stað aðeins útfyrir Boston til Sagus þar sem verslunin JoAnn er. Þær sem þekkja þá verslun skilja afhverju ég nennti að fara í leigubíl 13km leið til að fara í hana.   Þar fundum við líka Micaels búð en ég stoppaði stutt þar. Fann ekki það sem ég var að leita að.   Einnig var þarna Moll sem var skemmtilegt að ganga í gegnum. Fór í Build a Bear og fann þennan dásamlega kanínubangsa og gat sett hann í prinsessukjól.  Dóttir mín bað nefnilega sérstaklega um kanínubangsa í prinsessukjól.  Grin

En þá vorum við búnar að fá nóg af búðum.  Fórum heim á hótel með allt dótið, hvíldum okkur smá og fórum síðan í lestarferð :) Tókum Subway að lestarstöðinni og síðan lest til Salem.  Þar voru mörg falleg hús og söfn sem voru LOKUÐ nóg pláss á götunum og veitingahúsunum því það var nær enginn þarna.  Við vorum sem sagt þarna "out of season"  Það stóð ekkert um það í bæklinginum sem við vorum með.  Ég hélt að söfnin væru nú opin allaveganna til fimm.  Komum þarna um fjögur en þeir staðir sem mig langaði á voru bara lokaðir (close for the season)  Svo við tókum lestina til baka og leigubíl frá lestarstöðinni beint á "Rock Bootom" og fengum okkur dásamleg rif.  Einn skammt eins og venjulega en síðan var smá misskilningur með eftirmatinn, við fengum líka einn skammt af honum en það dugði alveg og að vera svona gáfaður gerir það að verkum að það er miklu ódýrara að fara út að borða Cool

 Nú er ætlunin að fara út að finna kaffihús til að fá okkur morgunmat og svo er það Cambrigde.  Aðeins að kíkja á frægan háskóla og svona og síðan ganga um einhver svæði hérna miðsvæðis og skoða.  Erum búnar að versla nóg.  Þótt það sé uppáhaldsiðjan okkar mömmu þá er takmörk fyrir öllu.  Erum víst ekki eins kaupóðar og ég óttaðist.  Keypti mér 2 töskur til að fara með heim en sé framá að vera með aðra ofan í hinni Errm.

Bestu kveðjur þangað til næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Hej, skrifaði langa athugasemd hér í gær en hún vistaðist greinilega ekki !  Leitt með Salem, allt var opið þar í byrjun desember ?  Hélt nú að það væri ekki high season.  Vona að þið hafið skemmt ykkur vel í Harvard og fengið svo eitthvað gott að borða í gærkvöldi :)  Hlakka til að heyra í þér og fá ferðasöguna í smáatriðum :)

Svava S. Steinars, 27.3.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband