23.3.2009 | 20:10
Boston dagur 1
Jæja þá erum við mamma loksins komnar til Boston. Við ákváðum í ágúst s.l. að fara tvær saman til Boston og njóta lífsins. Síðan af einhverjum ástæðum frestuðum við för okkar í okt. s.l. ;)
Hótelið er jafn dásamlegt og við vonuðumst til. Tvö stór rúm og sófi og stóll og nóg pláss. Borgin er mjög falleg, við fórum af stað í morgun og gengum niður í bæ í gegnum fallegan garð. Síðan fórum við alveg óvart inn í H&M og keyptum bara smá hana Eyrúnu litlu. Það er nefnilega eitt það skemmtilegasta sem við gerum, að kaupa föt á litlu dömuna okkar.
Nú ætlum við að fara af stað aftur, skoða fleiri búðir og finna veitingastað til að fá okkur kvöldmat.
Mátti til að setja smá hingað inn og láta vita að ég er í netsambandi inni á herbergi.
Bestu kveðjur
Magnea og Eyrún
Athugasemdir
Þetta verður ekkert smá fín ferð hjá ykkur. Gaman að sjá að nettengingin virkar ;-)
Bestu kveðjur
Pestargemlingurinn
Haraldur Rafn Ingvason, 23.3.2009 kl. 23:38
Hæhó ! Ég vil fá uppfærslur á hverju kvöldi Ómögulegt annað en að nota nýju tölvuna !
Svava S. Steinars, 24.3.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.