4.4.2009 | 23:35
Litla ljónið mitt sem breyst hefur í mús.
Mikið verð ég alltaf hissa þegar litla ljónið mitt verður lasið, hún verður þá svo lítil í sér og ólík sjálfri sér. Eins og lítil mús.
Sem betur fer gerist það ekki oft. Núna er hún svo lasin, búin að vera með 40 stiga hita síðan í gærkveldi. Hitinn lækkar aðeins þegar hún er búin að fá hitalækkandi en svo ríkur hann upp aftur. Ég er að vona að þetta fari að lagast, hitinn er allavega ekki komin alveg í 40 stig núna þrátt fyrir að hún fékk síðast hitalækkandi fyrir um 5 tímum.
Þannig að ég er búin að vera upptekin við allt annað en að undirbúa afmælisveisluna mína, en svona er þetta, veikindi eru aldrei hluti að skipulaginu. Ég hef heldur ekki fengið mikinn svefn því náttúrulega var mikið vakað síðustu nótt og þegar hún svaf í dag fór ég ekki líka upp í rúm heldur inn í eldhús að laga til og setja í þvottavél og svona, voða gáfuð og er ekki enn farin að sofa. Er nú samt á leiðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.