10.4.2009 | 12:07
Orðin fertug og ekkert breyst !
Jæja þá er maður orðin fertugur og ekkert breyst, ennþá stelpa. Hvenær verður maður kona eða kelling? Þegar ég var innan við tvítugt þá fannst mér fertugar kellingar mjög gamlar .
Spurning hvort að ég og mínar vinkonur séum bara svona unglegar og hressar og kátar og fallegar að við náum því aldrei að vera konur, hvað þá kellingar. Sumar eruð mæður, sumar eiginkonur og sumar meira segja orðnar ömmur, en alltaf eru við "stelpurnar" að hittast. Ég held að þetta sé fínt, mikið hlýtur að vera leiðinlegt að líta á sjálfan sig sem kellingu !!!
Við hjónin héldum upp á þessi tímamót í gær og buðum heim vinum og vandamönnum. Opið hús frá fjögur um daginn og síðustu gestirnir fóru klukkan sex í morgun. Veislan tókst mjög vel, afslappað og fínt, þetta var ekki formleg veisla,heldur kölluðum við þetta opið hús .
Að vanda var boðið upp á ýmislegt hollt og gott að borða og drekka og ég gæti haldið aðra veislu í dag. Ég ætlaði sko að hafa nóg og þið sem þekkið mig getið ímyndað ykkur allan matinn sem ég á í ísskápnum og skápunum í dag þótt allt sem var sett fram á borðið og ekki borðaðist væri hent. Fyrir utan það sem þolir að standa heilan dag á borði. Eins og t.d. fína kransakakan og browniesið hennar Helgu
Svo að ég verð heima í dag og tek glöð á móti gestum sem vilja aðstoða mig við að nýta allt þetta góðgæti, t.d. er heil púðursykursterta eftir og fullt af ostasalati og brauði
Myndir úr veislunni koma síðar og upplýsingar um innihald pakkanna
En ég þakka kærlega fyrir mig og mína og Svava mín, takk kærlega fyrir aðstoðina í gær og Helga mín og Stella mín, takk kærlega fyrir baksturinn, dásamlegar kökur að vanda.
Bestu kveðjur
Ein af stelpunum
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra veislu og aftur til hamingju
Svava S. Steinars, 12.4.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.