12.2.2009 | 09:03
Engla og púka bjórkvöld.
Síðasta föstudagskvöld stóð skemmtinefndin í vinnunni fyrir engla og púka bjórsíðdegi í vinnunni. Við áttum að skoða okkar innri mann og finna út hvoru liðinu við tilheyrðum og skreyta okkur aðeins í takt við það.
Af einhverjum ástæðum kom engum á óvart í hvaða liði ég tilheyrði en flestir aðrir voru í púkaliðinu. Margir mættu vel skreytir og þetta varð hin skemmtilegasta samkoma. Ég var sem sagt engill, einn kom sem frekar klofinn engill, með vængi (búna til út uppblásnum einnota latexhönskum) og í Iron Maiden bol. Einn prestur mætti á staðinn og nokkrir flottir púkar. Svo komu sumir eins og þeir eru og við áttum að giska.
Dömurnar í skemmtinefndinni útbjuggu svona skemmtileg spjöld og buðu upp á myndatöku og þetta eru einu birtingarhæfu myndirnar af mér. Var eitthvað lítið fyrir framan myndavélina.
Það kom engum á óvart að Svava skyldi velja þetta lið
En Ólöf kom mér á óvart!
Þetta er nú meira hún finnst mér
Athugasemdir
Svakalega tekurðu þig vel út En hvernig stendur á því að þú ert líkari sjálfri þér á púkamyndinni heldur en englamyndinni ??
Anna (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.