shop til we drop :)

Dagurinn var erfiður en dásamlegur. Við fórum í Wrentham premium outlet að versla. Rúta stoppaði við hótelið okkar og fleiri og keyrði okkur þangað og svo vorum við sótt klukkan fimm. Þannig að við vorum frá 11 til 17 að versla og versla og mikið er það gaman.Mest var nú gaman að kaupa á Eyrúnu mína og svo gat ég líka keypt á Eyju litlu líka. Einnig við versluðum líka fyrir okkur sjálfar. smá föt og veski og ferðatöskur til að koma dótinu heim :)Það er nú alltaf erfitt að versla fyrir Elmar en ég fékk nú smá fyrir hann og mun bæta úr því á næstu dögum.Þegar við vorum búnar að þvælast í nokkurn tíma þarna fengum við okkur að borða á Ruby thusday og byrjuðum á einum Pina colada og mikið var það gott. Svo vorum við gáfaðar og pöntuðum okkur einn rétt til að borða saman og gátum samt ekki klárað hann. En þá vorum við tilbúnar í að halda áfram.Ennn núna getum við slakað á og farið að skoða meira í kríngum okkur. Ætlum að fara í lestarferð á morgun og fara aðeins út fyrir miðborgina og fara í JoAnn að skoða saumadót og kaupa garn í saumaskapinn minn og garn fyrir mömmu að prjóna úr. Svo er stefnan á að fara til Cambrigde að skoða. En bara allt í rólegheitum, erum búnað að fá útrás fyrir kaupagleðinni.Núna þurfum við að fara út að finna okkur eitthvað að borða og kannski annan Pina Colada Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Góðar, búnar að tæma allar búðirnar í Outlettinu :D  Og audda keypti mín veski   Það væri góð hugmynd þegar þið dettið úr kaupgírnum að rölta aðeins um Beacon Hill hverfið sem er við hliðina á Boston Common, þar eru gömul og skemmtileg hús.

Svava S. Steinars, 25.3.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband