Komin heim (fyrir löngu)

Jæja þá er Boston ferðin búin, kom heim á laugardagsmorgun en var þá frekar þreytt þrátt fyrir afslöppun úti.  Það var bara síðasti sólarhringurinn sem var erfiður, vöknuðum snemma á föstudeginum og fórum á stjá en flugið var ekki fyrr en 21:30 um kvöldið og svo var tímamismunurinn.  Svo ég hef fyrst tíma og orku núna til að klára ferðasöguna.

Á fimmtudagsmorguninum fórum við til Cambridge.  Mikið er fallegt þar og skemmtilegt andrúmsloft.  Við byrjuðum á að fara á kaffihús þar og fá okkur morgunhressingu.  Það var mjög skemmtilegt kaffihús, fullt af stúdentum og háskólaprófessorum, allavega ákváðum við mamma að þessir skeggjuðu karlar væru prófessorar frá Harvard.  Sjálfur skólinn er mjög glæsilegur, fallegar byggingar og græn svæði á milli.  En furðulegur skortur á bekkjum þar.  Við mamma settumst bara á tröppur og virtum allt fyrir okkur.  Snertum tánna á John Harvard, eða styttuna af honum réttara sagt.  Það á að vera fyrir góðri lukku.  Svo fórum við inn í kirkju, sem var eins og annað mjög falleg, þar var stór veggur til minningar um þá sem létust í seinni heimstyrjöldinni.  Svo var aðeins kíkt í búðir þarna.  Nokkrar skemmtilegar litlar búðir.  Við fórum inn í minjagripaverslun og þar var fullt af Harvard dóti, Obama dóti og síðan Boston dóti.  Ég þurfti náttúrulega að kaupa einn Harvard bol fyrir Elmar og svo Obama  staup, (hef oftast keypt eitt staup til minjar í hverri borg sem ég kem til).  

 Um hádegisbil snérum við aftur á hótelið og hvíldum okkur smá, síðan var haldið af stað í bæinn.  Gengum um göngugötur þar og fórum síðan á markaðssvæði þar.  Þetta er svolítið hefðbundin miðbær í svona borg.  Veitingastaðir, markaðir, dýrar (snobb) búðir og drasl og minjagripaverslanir.

Við drifum okkur svo bara heim og fórum á cheesecakefaktory aftur og tókum með okkur sitthvora sneiðina sem brögðustu mjög vel uppi í rúmiTounge

Á föstudeginum tókum við því rólega fram eftir morgni og pökkuðum niður og skiluðum af okkur herberginu.  Síðan var stefnan tekin á eitt Moll svona í lokinn.  Það var allt í lagi en svo á leiðinni til baka á hótelið fórum við í Prudental turnin að skoða útsýnið á 50 hæð.  Það var alveg ágætt.  Svo fengum við okkur að borða og fórum út á flugvöll.Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Enn pínu öfundsjúk, hefði viljað troða mér í handfarangurinn og lauma mér með

Svava S. Steinars, 3.4.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband